22 mars, 2006

Fyrsti viðburður Óperuhommanna

Laugardaginn 8. apríl verður fyrsti menningarviðburður Óperuhommanna þegar fjölmennt verður á óperettu Johanns Strauss, Nótt í Feneyjum. Verkið er sett upp af Óperustúdíói Íslensku Óperunnar og eru öll hlutverk skipuð ungum og upprennandi söngnemum.

Eftir sýninguna mun hópurinn hittast á notalegum stað þar sem hægt er að fá létt snarl og veigar á sanngjörnu verði, og skrafa um uppfærsluna.

Miðaverð á sýninguna er aðeins kr. 500, en áríðandi er að áhugasamir skrái sig sem allrafyrst í Óperuhommana og boði þáttöku sína. Það má gera með því að senda línu á asgeiri@mbl.is.

Nánari sýningar um uppfærsluna má finna á heimasíðu Íslensku Óperunnar, www.opera.is

Ágætis grein um verkið sjálft er síðan á Wikipedia, á slóðinni http://en.wikipedia.org/wiki/Eine_Nacht_in_Venedig

-Stjórnin

5 Comments:

Blogger Anonymo said...

Opnað hefur verið fyrir "kommentakerfi" á síðunni. Hér er tilvalið að menn tjái sig um starfsemina.

7:18:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Verða menn að vera hommar til að taka þátt í félagsskapnum?

5:31:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Menn mega gjarna vera hommar, þó ekki séu beinlínis haldin hommapróf fyrir þáttöku í hópnum. Menn mega líka gjarna vera karlkyns, en athuga má undanþágur í hvert skipti fyrir sig.
-Ásgeir

9:58:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér hefur einhvernveginn aldrei tekist að koma frá mér athugasemdum á þessum blog-síðum. Ætla reyna núna. En eins og ég sagði á maili þá var ég búin að gleyma deginum góða, þegar Óli Sveins ætlar að halda upp á 40 árin sín. Mér líkar betur við hugmyndina að fara á sýninguna þ. 06.04 frekar en sunnudaginn 02.04
Sigurjón

10:26:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Taki nú allir hauslausir ofan. Mér tókst það.
Sigurjón

10:27:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home